Jafntefli í hitaleik
13. mars, 2015
Leik ÍBV og Hauka lauk með jafntefli 22-22 þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í kvöld. Haukar voru með yfirhöndina meirihluta leiksins en Eyjamenn jöfnuðu þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum.
Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins en það tók ÍBV sex mínútur að skora sitt fyrsta mark, þá kom mjög góður kafli hjá Eyjamönnum og virtust þeir koma vel stemmdir til leiks. Haukar jöfnuðu þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, þá kom góður kafli Hauka en þeir virtust hafa fundið svör við vörn Eyjamanna. Haukar komust nokkrum mörkum yfir og Eyjamenn höfðu fá svör en þeir gerðu sig seka um marga tæknifeila á þessum kafla leiksins. Staðan í hálfleik var 10-12 Haukum í vil.
Haukar byrjuðu seinni háfleikinn betur og á 39. mínútu urðu Eyjamenn fyrir áfalli þegar Sindri Haraldsson fékk að líta sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald en það var mjög óverðskuldað en margir skrýtnir dómar féllu í leiknum í kvöld og það á báða bóga.
�?rátt fyrir stirðan sóknarleik mestallan leikinn voru eyjamenn ennþá inní leiknum þegar 44 mínútur voru liðnar en þá var staðan 14-17 Haukum í vil. Eftir að Sindri Haraldsson fékk að líta rautt spjald tók tvítugur eyjamaður, Bergvin Haraldsson, við keflinu í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. Á 54 mínútu jafnaði loks Andri Heimir Friðriksson metin fyrir eyjamenn og við tóku æsilegar lokamínútur.
Einar Sverrisson kom eyjamönnum yfir þegar þrjár mínútur lifðu leiks og Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, tók leikhlé. Haukamenn nýttu næstu sókn og ÍBV missti mann af velli. Næsta sókn ÍBV fór forgörðum og Haukar komust yfir á nýjan leik þegar innan við mínúta var eftir af leiknum.
Lokamínútan var æsispennandi en bekkurinn hjá Haukunum gerðu sig seka um dýrkeypt mistök en þeir fengu að líta tveggja mínútna brotvísun og 19 sekúndur eftir. Eyjamenn nýttu lokasóknina og hinn ungi og efnilegi, Hákon Daði Styrmisson, jafnaðu metin og þar við sat.
Eftir leikinn fékk þjálfari Hauka, Patrekur Jóhannesson, að líta rautt spjald fyrir vasklega framkomu í garð dómara.
Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 6, Einar Sverrisson 4, Andri Heimir Friðriksson 4, Grétar �?ór Eyþórsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 3, Guðni Ingvarsson 1 og Hákon Daði Styrmisson 1.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst