Við í Grunnskóla Vestmannaeyja stöndum fyrir jákvæðri viku hjá stofnunum Vestmannaeyjabæjar dagana 8. til 12. nóvember nk. Hugmyndin er að æfa okkur í innihaldsríkum samskiptum. Öll erum við í miklum samskiptum við annað fólk bæði í vinnunni og utan hennar og til þess að samskiptin skili sem mestu þurfa þau að vera jákvæð. Við vitum öll að þeir sem eru neikvæðir taka frá okkur mikla orku á meðan þeir jákvæðu gefa af sér.