James í Eyjum
29. mars, 2013
Enski landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, David James er þessa stundina staddur í Vestmannaeyjum. Sem kunnugt er, hefur James verið orðaður við lið ÍBV í nokkrar vikur enda æfði hann með félaginu fyrr í vetur og hefur sjálfur gefið í skyn að hann spili með ÍBV. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er verið að leggja lokahönd á samning við leikmanninn sem yrði þannig að hann yrði einnig aðstoðarþjálfari ÍBV.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst