Edda María Birgisdóttir mun leika áfram með ÍBV á næstu leiktíð en hún var á láni hjá liðinu frá Stjörnunni á seinni hluta síðustu leiktíðar. Þá hefur félagið fengið norður írska landsliðskonu til liðs við sig. Edda María Birgisdóttir lék með liðinu seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild.