Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson gæti orðið næsti þjálfari ÍBV. �?etta kemur fram á
Fótbolti.net en þar er farið yfir helsta slúðrið úr íslenska boltanum. Í greininni er því haldið fram að Dean Martin muni líklega ekki taka við liðinu en ef af því yrði, hefði Tryggvi Guðmundsson líst yfir áhuga á að vera aðstoðarþjálfari. �?á hafi þjálfari Víkings í �?lafsvík, Ejub Purisevic verið orðaður við ÍBV.
�??Við höfum verið að líta í kringum okkur og erum í viðræðum við einn,�?? sagði Hannes Gústafsson, varaformaður Knattspyrnuráðs ÍBV í samtali við Eyjafréttir í morgun þegar hann var spurður um arfataka Sigurðar Ragnars sem lét af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla eftir tímabilið. �??Við höfum rætt við nokkra og tveir höfðu samband sem við höfðum ekki áhuga á. Við erum að leita að góðum manni sem er tilbúinn að taka þátt í því með okkur að byggja upp liðið næstu þrjú árin. Við viljum stöðugleika og skilyrðið er að þjálfarinn búi í Vestmannaeyjum. �?g ætla ekki að gefa upp hverja við höfum rætt. Viðræður við einn eru á góðu skriði og þetta ætti að skýrast í vikunni,�?? sagði Hannes.
Brynjar Gauti á leið burt
�??Af leikmannamálum ÍBV er það að frétta að Andri Rúnar Bjarnason leikmaður BÍ/Bolungarvíkur er með tilboð frá félaginu,�?? segir í frétt Fótbolta.net en í annarri grein er jafnframt fullyrt að Brynjar Gauti Guðjónsson hafi leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Brynjar Gauti hefur verið lykilmaður í liði ÍBV síðustu ár en hann kom til Eyjamanna frá Víking �?lafsvík. Brynjar stefnir á að fara út í atvinnumennsku en hann hefur einnig verið orðaður við Stjörnuna. Brynjar Gauti er með lausan samning við ÍBV.