Á milli klukkan 14.00 og 15.00 á morgun, �?orláksmessu, verður jólafjör í Íslandsbanka. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög, jólasveinar kíkja í heimsókn og börn geta komið og tæmt sparibaukana sína og allir fá glaðning. Í boði verður heitt jólasúkkulaði, konfekt og piparkökur í boði fyrir viðskiptavini.
Endilega kíkið við milli kl. 14.00 og 15.00, hlökkum til að sjá ykkur. Jólakveðjur segir í tilkynningunni sem starfsfólk Íslandsbanka Vestmannaeyjum sendi frá sér.
Myndirnar eru frá jólafjörinu í fyrra.