Jólafundur Aglow verður í kvöld, 4. desember kl.19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Það hefur ríkt eftirvænting fyrir þessum fundi. Við komum saman í fögnuði og hlustum á og finnum fyrir snertingu jólanna. Það verður mikið sungið og er það hátíðlegt að syngja saman jólasöngva. Boðið verður upp á fjölbreytt söngatriði, einsöng, tvísöng og svo syngjum við öll saman, segir í tilkynningu frá stjórn Aglow.
Vera Björk Einarsdóttir les jólasögu. Í lok fundar mun kirkjukór Landakirkju undir stjórn Kittýar syngja fyrir okkur og svo endum við saman á að syngja Heims um ból.
Ræðumaður kvölsins verður sr. Sunna Dóra Möller og er það okkur mikill heiður að fá hana til okkar, en hún starfar núna sem afleysingarprestur í Landakirkju. Sr. Sunna Dóra er fædd 1975 og uppalin í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Hún lauk embættisprófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands í febrúar 2011 og hefur starfað sem prestur frá árinu 2012, fyrst sem æskulýðsprestur við Akureyrarkirkju, eftir að hafa verið æskulýðsfulltrúi þar í tvö ár á undan, og svo við Hjallakirkju í Kópavogi, sem sameinaðist síðar Digraneskirkju.
Hvernig hugleiðum við boðskap jólanna um Jesú sem fæddist í þennan heim fyrir margt löngu. Hann óx og dafnaði, dó á krossi og reis upp frá dauðum. Við getum átt samfélag við hann í dag og hann býður okkur til sín. Hugsum um og hugleiðum orðin í Jóhannesarguðspjalli 1.9; Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn.
Fundurinn byrjar klukkan 19.30 með veitingum og fundurinn byrjar kl. 20.00. Á jólafundinn eru allir velkomnir, konur og karlar. Fyrsti fundurinn á nýju ári verður miðvikudaginn 8. janúar.
Gleðileg jól og megi innihald jólanna verða raunverulegt í lífi okkar allra.
Stjórn Aglow í Vestmannaeyjum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst