Jólakveðjur frá Jónasi Gísla í Mexíkó - Leiðrétting
19. desember, 2014
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Jónas Gíslason var einn ágætra Eyjamanna í útlandinu sem heilsaði upp á lesendur í jólablaði Eyjafrétta. Jónas Gíslason hefur búið í Mexíkó í yfir 33 ár og er nú búsettur í Mexíkóborg með fjölskyldu sinni. Eitthvað hafði skolast til um fjölskylduhagi Jónasar en hið rétta er að konan hans Erika Ruiz og eru synir þeirra Erik og Ari. Fyrir átti Jónas soninn Jónas Gísla Ricardo og heitir konan hans Mariana, börn þeirra eru Iker og Maite. �?ess má geta að Erik hefur verið hér í Eyjum sl. tvö sumur og spilað með 2.flokki karla ÍBV í fótbolta og kemur aftur til Eyja um miðjan apríl nk.
Eftir að blaðið fór í prentun sendi hann eftirfarandi pistil:
Núna er ég búinn að búa í 33 ár í Mexikó. Búinn að búa á ýmsum stöðum í landinu þennan tíma, en eins og er í norður hluta Mexíkóborgar. Núna er ég helst að brasa í orkugeiranum. Geri mælingar á orkugæðum hjá stóriðnfyrirtækjum og býð þeim lausnir. Nú er verið að opna allan orkugeirann upp fyrir einkageirann, olíu, jarðvarma, vatnsafl, vind og sólaorku.
�?g er kominn af stað í jarðvarmanum, en Mexikó er fjórði stærsti framleiðandinn í jarðvarmanum í heiminum í dag. Jólahald hérna er með mjög svipuðu móti eins og heima, fyrir utan það að stórhríðirnar hérna eru mun vægari á þessum tíma ársins!!!
Fyrir utan það að fá hefðbundnar jólagjafir á aðfangadgskvöl koma vitringarnir 3 líka með leikföng til barnanna á þrettándanum, sem er stór dagur hérna. Svo borða þeir náttúrulega saltfisk og fá sér laufabrauð en sem betur fer eru þeir ekki komnir uppá bragðið með skötuna!!!!
Viðkomandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.
Rirstjóri.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst