Það var mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar slógu saman með kirkjugestum í einni allsherjar söngveislu. Sungin voru þekkt jólalög og jólasálmar. Það voru Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja sem leiddu sönginn, ýmist einir og sér eða í einum allsherjar kór.
Landakirkja var þétt setinn, prestur var séra Viðar Stefánsson og sameinuðust allir í sannkallaðri jólalagasöngstund rétt fyrir jól eins og undanfarin ár.
Það sýndi sig að það er bæði skemmtilegt og uppbyggjandi að koma saman rétt fyrir jól og syngja jólalögin ásamt öllum góðu kórunum okkar. Tækifæri til að syngja jólalögin hefur fækkað umtalsvert á undanförnum árum og því var þetta kjörin stund til að eiga gleðilega og hátíðlega söngstund saman.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst