Nemendur í efstu bekkjum Grunnskóla Vestmannaeyja starfrækja útvarpsstöð í jólafríinu. Rúmlega tuttugu ár eru liðin frá því að þetta jólaútvarp Eyjamanna fór fyrst í loftið. Unglingarnir í frístundamiðstöðinni Rauðagerði í Vestmannaeyjum sjá um dagskrárgerðina undir handleiðslu reyndari útvarpsmanna.