Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju eru í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20. Samkvæmt venju verða tónleikarnir tvískiptir, fyrri hluti fer fram í safnaðarheimilinu en sá síðari í kirkjunni. Líkt og undanfarin ár stjórnar Kitty Kovács kórnum ásamt því sem hún leikur á píanó og orgel, henni til aðstoðar er eiginmaður hennar, Balázs Stankowsky, sem leikur á fiðlu. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt, leikin verður jólatónlist, klassísk tónlist og tónlist af léttara tagi. Miðaverð er 2.500 krónur.