Jón Ólafur Daníelsson var í dag útnefndur þjálfari 1. til 9. umferðar í Pepsídeild kvenna. Það voru sérfræðingar á vegum KSÍ sem völdu þjálfara, leikmann, stuðningsmenn, dómara og lið umferðanna. ÍBV átti einnig tvo leikmenn í liði 1. til 9. umferðar, þær Birnu Berg Haraldsdóttur, markvörð og varnarmanninn Elísu Viðarsdóttur.