Jonathan Glenn og Bryndís Lára best hjá ÍBV
6. október, 2014
Lokahóf ÍBV-íþróttafélags fór fram á laugardaginn. �?ar var mikið um dýrðir en hápunkturinn er að sjálfsögðu þegar veitt eru verðlaun fyrir sumarið. Jonathan Glenn var valinn leikmaður ársins í karlaliðinu en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir í kvennaliðinu. Glenn varð jafnframt markahæstur en hjá kvennaliðinu varð Shaneka Gordon markahæst. �?á voru þau Jón Ingason og Sigríður Lára Garðarsdóttir valin ÍBV-arar meistaraflokkanna. Fréttabikarinn fengu þau �?skar Zoega �?skarsson og Guðrún Bára Magnúsdóttir.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst