Veðrið hefur leikið við Eyjamenn síðustu daga og ekkert lát var á því í dag en hiti hefur farið um og yfir 15 gráður á celsius á Stórhöfða síðustu daga og ágætis veðurhorfur í vikunni. Eyjamenn hafa tekið þessu fagnandi eftir þungbúið sumar. Íssalar brosa sínu breiðasta og gönguleiðir Eyjunnar þétt troðnar af stuttbuxnaklæddu göngufólki. Þetta ágæta fólk brá á það ráð að hoppa í höfnina til að kæla sig nú síðdegis og virtist hafa nokkuð gaman af uppátækinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst