„Kári Kristján Kristjánsson staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri í viðræðum við nýliða Þórs í Olís-deild karla. Handkastið greindi frá því í gær að ,“ segir á handkastid.is og vitnað til þess að samningaviðræður við uppeldisfélagið ÍBV strandaði á ótrúlegan hátt í byrjun ágúst mánaðar.
,,Ég fór norður í byrjun vikunnar að skoða aðstæður og hitta mennina. Ég fór reyndar ekki á æfingu með liðinu en við tókum samtalið,” sagði Kári Kristján í samtali við Handkastið. ,,Það liggur samningur á borðinu hjá mér og ég geri ráð fyrir því að ég taki ákvörðun á næstu dögum,” sagði Kári ennfremur. Kemur fram að Kári Kristján hafi hafnað boði um að taka við liðinu fyrr í sumar.
Þór komst upp úr 1. deild í vor og mætir næst Fram í Úlfarsárdalnum í 2. umferð Olís-deildarinnar en liðið vann ÍR í 1. umferðinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst