Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og �?kraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. www.mbl.is greindi frá.
Geir valdi 21 leikmann í hópinn en miklar breytingar eru á landsliðinu að þessu sinni. Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson gefa ekki kost á sér í landsliðið og þá eru þeir Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson ekki valdir í hópinn.
Geir velur þrjá nýliða í hópinn og þá eru í hópnum nokkrir leikmenn sem eiga aðeins örfáa landsleiki að baki eins og þeir Arnar Freyr Arnarsson, Theodór Sigurbjörnsson og Janus Daði Smárason.
Nýliðarnir eru Grétar Ari Guðjónsson, sem er í láni hjá Selfossi frá Haukum, �?mar Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Vals sem spilar nú með Aarhus Håndbold í Danmörku og Geir Guðmundsson sem spilar með Cesson Rennes í Frakklandi.
Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson, sem hafa gengið undir gælunafninu Snobbi, eru hvorugur með en þeir hafa verið aðalleikstjórnandi og aðallínumaður íslenska liðsins í meira en áratug.
Íslenska liðið mætir Tékklandi í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 2. nóvember og spilar síðan við �?kraínu úti í �?kraínu þremur dögum síðar. Íslenska liðið er einnig með Makedóníu í riðli en leikirnir við Makedóníumenn fara fram í maí á næsta mánuði.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, SG BBM Bietigheim
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Grétar Ari Guðjónsson, Selfoss
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad
Arnór Atlason, Aalborg Handball
Arnór �?ór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarsson, MKB Veszprém
Ásgeir �?rn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue
Geir Guðmundsson, Cesson Rennes
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Necker Löwen
Guðmundur Hólmar Helgason, Cesson Rennes
Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad
Janus Daði Smárason, Haukar
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
�?lafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
�?mar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Stefán Rafn Sigurmannsson, Aalborg Handball
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV