Kári Kristján Kristjánsson og samherjar hans í Wetzlar halda áfram að koma á óvart í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Eftir afleita byrjun í haust hefur liðið heldur betur sótt í sig veðrið eftir því sem á mótið hefur liðið. Í gær vann Weztlar góðan sigur á Gummersbach á heimavelli, 34:31, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 17:16.