Karlakórinn út í veður og vind í kvöld

Það verður sungið af lífi og sál í Höllinni í kvöld þar sem Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sem þeir kalla Út í veður og vind. Hefjast þeir klukkan 20.00 og húsið opnar kl. 19.30. Forsala aðgöngumiða fer fram á Tix.is en einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.

Það mun örugglega kenna ýmissa grasa á tónleikum kvöldsins. Stjórnandi kórsins er Þórhallur Barðason og undirleikari Kitty Kovács. Bæði mikið tónlistarfólk sem hafa sett svip sinn á menningarlíf Eyjanna síðustu ár.

Tónleikarnir hefjast á nokkrum karlakóra slögurum. Þá stígur á svið hljómsveit kvöldsins skipuð þeim Birgi Nielsen á trommur, Þórir Geirsson á bassa, Þórir Ólafsson á hljómborð og Magnús R. Einarsson á gítar.

Kynnir kvöldsins verður Ágúst Halldórsson.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.