„Það er alltaf ánægjulegt að taka á móti norrænum forsætisráðherrum á sumarfundinum sem haldinn er hér á Íslandi fimmta hvert ár,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Fésbókarsíðu sinni. Hún fundar í Vestmannaeyjum með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og forsætisráðherra Kanada.
„Sérstakur gestur fundarins í ár er Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Fundurinn er haldinn í Vestmannaeyjum til að minnast þess að 50 ár eru liðin frá gosinu í Heimaey en Norðurlöndin lögðu okkur öll mikið lið við uppbyggingu Vestmannaeyja að gosinu loknu.
Vissulega hélt ég auðvitað að það yrði sól og blíða (en ekki rigning) en Ísland og ekki síst Vestmannaeyjar eru alltaf falleg og þannig var það í dag! Þessi hópur er sannkallað afbragð og það er heiður að fà þau til Íslands. Àtti tvíhliða fundi með Justin Trudeau og Petteri Orpo, nýjum forsætisráðherra Finnlands. Á morgun verður svo fundað frameftir degi,“segir Katrín.
Mynd af FB-síðu Katrínar.
Gestir ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra og Páli Magnússyni forseta bæjarstjórnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst