KFS spilar við �?rótt frá Vogum í dag en leikurinn hefst klukkan 13:00 á Helgafellsvelli. Liðin hafa byrjað tímabilið á mjög ólíkan hátt en �?róttarar hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikjunum.
KFS er enn að leita að sínum fyrstu stigum en þeir eru í næst neðsta sæti 3. deildar. Leikur KFS hefur verið vaxandi og átti liðið fínan leik gegn Vængjum Júpíters í síðustu umferð.