�??Undirritun nýsmíði nýrrar ferju er enn eitt stóra skrefið í átt að betri samgöngum fyrir Vestmannaeyjar og óska ég Vestmannaeyingum öllum innilega til hamingju. Ferjan mun koma til með að tryggja mun betri nýtingu á þeirri samgöngubyltingu sem Landeyjahöfn hefur reynst okkar samfélagi,�?? segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja um mikilvægi þessa áfanga.
�??�?rátt fyrir þennan mikilvæga áfanga sem bæjarfélagið hefur beðið eftir mun lengur en góðu hófi gegnir, eru áfram stór verkefni sem þarf að vinna að hvað Landeyjahöfn varðar. Belgarnir hafa vissulega náð betri árangri en áður hefur tekist í dýpkunarframkvæmdum en betur má ef duga skal. Tryggja þarf að aðstæður innan og utan hafnar séu með þeim hætti að hámarksnýting verði á ferjunni um Landeyjahöfn.
Bæjarstjórn leggur jafnframt áfram mikla áherslu á að samgönguyfirvöld hlusti á óskir heimamanna og sýni sanngirni við framtíðarrekstur ferjunnar hvað varðar m.a. aukna tíðni ferða, hófstilltari gjaldtöku og betra bókunarkerfi,�?? sagði Hildur Sólveig.