Lögreglumenn í eftirliti óku fram á bifreið sem var utan vega á hvolfi á Stórhöfðavegi við Kinnina við Breiðabakka. Enginn var í bifreiðinni en lögreglan komst að því hver ökumaðurinn var og mun hann hafa sloppið mjög vel frá slysinu, aðeins með nokkrar skrámur. Hann er hins vegar grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. Bifreiðin er líklega ónýt. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.