KFS mistókst að tryggja sér efsta sætið
11. ágúst, 2014
KFS mistókst að tryggja sér efsta sæti B-riðils 4. deildar á laugardaginn þegar þeir tóku á móti Stál-úlfi í 12. og þriðju síðustu umferð riðlakeppninnar. KFS hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en til að fá auðveldari mótherja í fyrstu umferð úrslitanna, er nauðsynlegt að halda fyrsta sætinu. Leik KFS og Stál-úlfs endaði með jafntefli, 2:2 en leikurinn fór fram á Helgafellsvellinum. Ef Eyjamenn hefðu unnið, hefði fyrsta sætið verið þeirra.
Gestirnir voru nokkuð sprækir í leiknum og komust í tvígang yfir en KFS jafnaði jafn harðan en mörkin gerðu þeir Bjarni Rúnar Einarsson og markamaskínan Tryggvi Guðmundsson. �??Greinilegt að �?jóðhátíð sat í mannskapnum og við söknuðum illa nokkurra varnarmanna(og fleiri), sem ekki gáfu sig í þennan leik. �?eir voru Fannar markmaður(að vinna), Smári meiddur, Sverrir að vinna, Jónas í utanlandsferð, Einar í keppnisferð með yngri flokka, Hallgrímur með 2. flokki að spila, Gummi Geir að vinna, Gummi Tómas að spila með 2. flokki, Ingó forfallaður, Venni meiddur, Pétur Geir að vinna. �?g tel hér 11 manns, heilt lið. �?að er bara nokkrum mönnum of mikið! Ekki hægt að ætlast til að þeir, sem mættu í staðinn, gætu fyllt í skörðin með stuttum fyrirvara. Reyndar versnaði liðið ekki við varamennina í dag. Gef ekki einkun opiberlega í dag til að spara hnjóðsyrðin,�?? skrifar Hjalti Kristjánsson, þjálfari liðsins á spjallsíðu félagsins.
Næsti leikur KFS gæti orðið ansi áhugaverður en næstkomandi laugardag taka Eyjamenn á móti Vængju Júpíters, sem er í öðru sæti riðilsins. Vængjunum dugir ekkert minna en sigur til að eiga möguleika á að stela efsta sætinu af KFS en Eyjamönnum dugir jafntefli. Fari svo að Vængir Júpíters vinni, þá fá Eyjamenn þriðja tækifærið til að tryggja sér efsta sætið í útileik gegn Augnabliki í síðustu umferð riðlakeppninnar. �?að bendir því allt til að KFS muni enda í þriðja sæti enda ólíklegt að lið sem ekki hefur tapað leik í deildinni í allt sumar, taki upp á því að tapa síðustu tveimur leikjunum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst