KFS í annað sætið
28. júlí, 2013
KFS skaust upp í annað sæti A-riðils með góðum sigri á Stokkseyri í gær. Lokatölur urðu 1:2 en gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma. Mörkin létu bíða eftir sér því KFS komst yfir með sjálfsmarki heimamanna á 74. mínútu og Guðmundur Geir Jónsson bætti svo við öðru marki Eyjamanna á 85. mínútu. KFS er nú með 22 stig eftir 10 leiki, einu stigi minna en toppliðið KFG, sem á reyndar leik til góða.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst