ÍBV-B er komið í 8-liða úrslit Coca Cola-bikarsins í handbolta eftir vægast sagt ótrúlegan sigur á �?rótturum. Lokatölur 21:20 og allt ætlaði um koll að keyra í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja þegar úrslitin voru ljós.
Eyjamenn voru með stjörnum prýtt lið en margir gamalkunnir handboltakappar léku leikinn auk annarra yngri sem stóðu sig frábærlega. Eyjamenn tóku forystuna í byrjun en mikið jafnræði var á leiknum. Strákarnir okkar náðu tveggja marka forystu í stöðunni 8:6 en þá snerist taflið við. �?róttarar léku á alls oddi og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Í hálfleik var staðan 8:11 en gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn jafnvel og þeir luku þeim fyrri. Staðan var orðin 11:17 og útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. �?á ákváðu Hvítu Riddararnir stuðningsmannasveit Eyjamanna að gera allt vitlaust í húsinu. �?egar allir lögðust á eitt skoruðu strákarnir hvert markið á fætur öðru og jöfnuðu metin í 19:19.
Lokamínúturnar verða lengi í minnum hafðar en stemningin var rafmögnuð. Með ótrúlega öguðum sóknarleik tókst ÍBV B að tryggja sér ótrúlegan sigur á 1. deildar liði �?róttar en Friðrik �?ór Sigmarsson varði ótrúlega á lokakaflanum. Davíð �?skarsson og Sigurður Bragason sáu að mestu leyti um markaskorun Eyjamanna en þeir skoruðu sjö og sex mörk. Segja má að skriðþunginn hafi haft betur gegn léttum �?rótturum.
ÍBV og ÍBV B verða því í pottunum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. Nánar má lesa um leikinn í næsta tölublaði Eyjafrétta sem kemur út á miðvikudaginn.