Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni sem leið en hún átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Prófastinn aðfaranótt 17. desember. Átök brutust út milli tveggja manna með þeim afleiðingum að annar þeirra rotaðist og var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Við skoðun á sjúkrahúsi í Reykjavík kom í ljós að maðurinn var kinnbeinsbrotinn en málið er í rannsókn lögreglunnar. Þetta og fleira kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.