Kjörsókn ögn lakari nú en 2009
27. apríl, 2013
Þegar klukkustund er í að kjörfundi ljúki í Vestmannaeyjum, hafa 64,4% atkvæðabærra manna kosið. Til samanburðar höfðu, á sama tíma í síðustu Alþingiskosningum 2009 67,7% kosið. Þá höfðu 69,3% kosið á sama tíma í Alþingiskosningunum 2007 og 72,4% árið 2003. Á þessu má sjá að kjörsókn hefur heldur legið niður á við í Vestmannaeyjum en rétt er að ítreka að allar þessar tölur miðast við þegar klukkustund er þar til kjörfundi lýkur. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá kjörstjórn í Vestmannaeyjum hafa um 81% kosið í Eyjum ef utankjörfundaratkvæði eru talin með.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst