KK band og Bjartmar og Bergrisarnir í Höllinni í kvöld
3. júlí, 2015
Kk band ásamt Eyþóri Gunnarssyni og Bjartmar og Bergrisarnir spila á tónleikum í Höllinni í kvöld. Mistök voru gerð í vinnslu auglýsingar í Eyjafréttum vikunnar þar sem aðgönguverð misritaðist. Verðið var sagt 2.500 en hið rétta verð er hins vegar 3.500 kr. og vel þess virði. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
KK kemur enn og aftur á Goslokahátíð í Eyjum og hann ásamt bandinu og Eyþóri Gunnarssyni flytja öll hans frægustu lög. Á eftir þeim stígur á stokk enginn annar en Bjartmar Guðlaugsson, ásamt Bergrisunum sínum. �?eir verða algjörlega í essinu sínu og flytja öll þekktustu lög Bjartmars, þar á meðal lagið sem var kosið �?skalag þjóðarinnar, �?annig týnist tíminn. �?að er líka allt eins víst að KK og Bjartmar, ásamt þessum frábæru listamönnum muni klára kvöldið saman.
Húsið opnar kl. 21.00 og tónleikarnir hefjast kl. 22.00
Miðaverð kr. 3.500,-
Að loknum tónleikum verður læðst upp á Háaloft.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst