Knattspyrnufélagið Valur sendir frá sér yfirlýsingu
27. mars, 2023

Knatt­spyrnu­fé­lagið Valur hefur sendi í morgun frá sér yfir­lýsingu vegna eftir­mála leiks Vals og ÍBV í meistara­flokki kvenna þann 25. febrúar síðast­liðinn rúmum mánuði eftir atvikið. En þjálfari ÍBV, Sigurður Braga­son, var úr­skurðaður í tveggja leikja bann vegna ó­í­þrótta­manns­legrar hegðunar eftir leikinn. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan.

Yfirlýsing.

Knattspyrnufélagið Valur vill koma eftirfarandi á framfæri vegna eftirmála leiks Vals og ÍBV í meistaraflokki kvenna í handknattleik 25. febrúar síðastliðinn.

Valur fordæmir þá ósæmilegu og niðrandi hegðun sem þjálfari ÍBV sýndi af sér að leik loknum. Var hegðunin með þeim hætti að framkvæmdastjóri HSÍ taldi rétt að vísa málinu til aganefndar HSÍ til umfjöllunar.

Ágreiningur hefur verið með Val og ÍBV um þau atvik sem urðu í lok leiksins. Niðurstaða aganefndar var sú að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að úrskurða um hvort þjálfari ÍBV hafi slegið starfsmann Valsliðsins tvívegis í rassinn eða hvort um stroku yfir bakið og vinalegt klapp tvívegis á mjöð/mjaðmakúlu hafi verið að ræða eins og ÍBV hélt fram í sinni greinargerð. Að mati Vals gildir þetta þó einu enda felur hvort tveggja í sér niðurlægjandi og ósæmilega hegðun. Slík framkoma á ekki að líðast. Það hefur því valdið Val miklum vonbrigðum að ÍBV skuli ekki hafa tekið ábyrgð á og afstöðu gegn háttseminni í opinberri umræðu um málið.

Knattspyrnufélagið Valur telur aftur á móti að nú sé mál að linni hvað framangreindan ágreining varðar og hyggst ekki áfrýja niðurstöðu aganefndar HSÍ heldur horfa fram á veginn. Félagið þakkar þann stuðning sem önnur íþróttafélög hafa sýnt í þessu máli. Félagið vill að stigið verði fastar til jarðar ef sambærileg mál koma upp svo hægt sé að útrýma hegðun sem þessari úr hreyfingunni fyrir fullt og allt.

Knattspyrnufélagið Valur bindur vonir við að umfjöllun og samstaða annarra íþróttafélaga í þessu máli hafi góð áhrif til framtíðar. Einnig að hún komi í veg fyrir að sambærileg mál endurtaki sig innan íþróttahreyfingarinnar.

Látum kappið aldrei bera fegurðina ofurliði og stefnum ávallt hærra.

Reykjavík, 24. mars 2023

Knattspyrnufélagið Valur

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.