Kolbeinn Aron Ingibjargarson, markvörður handboltaliðs ÍBV er leikmaður 15. umferðar Olísdeildarinnar í Morgunblaðinu. Kolbeinn varði 19 skot þegar ÍBV lagði Akureyri að velli en það gerir 46% markvörslu í leiknum en ÍBV vann leikinn 27:22. �??�?g er hrikalega sáttur að fá þessa viðurkenningu. �?að er alltaf gaman að fá viðurkenningu,�?? sagði Kolbeinn Aron við Morgunblaðið í gær en hann er 24 ára gamall og hefur spilað með meistaraflokki ÍBV frá árinu 2006.
�??�?g fann mig vel í leiknum og það var ánægjulegt að ég spilaði allar 60 mínúturnar og það er ár og dagur síðan það gerðist síðast. �?etta á einhvern þátt í því að ég náði mér vel á strik í leiknum. �?g var ekki nógu sáttur eftir fyrri leikinn við Akureyringa. �?eir fóru illa með mig, bæði hornamennirnir og Bjarni Fritzson, en ég undirbjó mig vel fyrir leikinn á sunnudaginn og það skilaði sér,�?? sagði Kolbeinn Aron.
Nánar er rætt við Kolbeinn í Morgunblaðinu í dag.