Lokaatriðið að þessu sinni er koma Kolbrúnar Hörpu Kolbeinsdóttur sem ætlar að kynna nýja bók sína, Silfurskrínið, sem hún segir að sé fyrir alla aldurshópa. Hún bætir því við að enda þótt stærsti lesendahópurinn sé vissulega krakkar þá hafi 92 ára maður sem fékk bókina í jólagjöf nýlega sagt henni að hann hefði verið svo spenntur að hann hefði ekki getað hætt fyrr en bókin var búin. Bókin er gefin út sem hljóðbók af Studio Hebs hér í Vestmannaeyjum. �?að er alfarið í eigu Helenu Pálsdóttur elstu dóttur höfundar. Sagan var tekin upp sumarið 2014 og er það höfundur sjálfur sem les.
Kolbrún segir að sagan hafi komið til sín sem draumur í æsku og hún síðan smíðað sögu í kringum drauminn. Sagan fjallar í stuttu máli um vinina Kollu, Val og Lilju og spennandi ævintýri sem þau lenda í eftir að Kolla sér dularfullt ljós falla af himnum ofan og niður í gamla gíginn í Helgafelli. Sagan er hugsuð sem fyrsti hluti af þríleik og er bókar númer tvö að vænta seinni hluta þessa árs. Kolbrún hvetur fólk til að mæta á upplesturinn og endilega taka börnin og barnabörnin með því þessi saga er eitthvað sem allir geta notið saman. �?ess skal að lokum geta að hljóðbókina er eingöngu hægt að kaupa hjá höfundi í síma 659 6866 og kostar eintakið 3.800 kr.