Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld þykir eitt það besta og hefur fengið afar góða dóma. Tveir Eyjamenn komu fram í skaupinu, Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson lék lítið hlutverk þegar hann, fyrir misskilning, hellti rjóma í andlitið á grátandi mótmælanda, sem hafði ekki fengið piparúða í andlitið heldur grét hann yfir lélegu þjóðhátíðarlagi Bubba Morthens. Guðmundur hefur um árabil brugðið fyrir á skjánum, m.a. í Fangavaktinni og fleiri myndum og auglýsingum. Öllu meiri athygli vakti þegar Erlingur Guðbjörnsson kom fram í tveimur atriðum og fékk talsvert pláss.