Komið að stóru stundinni
16. mars, 2007


Jóhanna Friðrikka er ekki ókunn leikgleðinni á Laugarvatni. Hún brautskráðist þaðan árið 2000 og lauk síðan námi frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2005. Hún er fædd og uppalin í Vík í Mýrdal en er búsett í Reykjavík og leikur um þessar mundir í hinni vinsælu sýningu Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu.

Hún segir að það sé nóg af lífi og fjöri í verkinu Í fyrrasumar. Söngleikurinn gerist í menntaskóla á sjöunda áratugnum og fjallar aðallega um ærsl tveggja hópa stúlkna og stráka sem kalla sig Gylturnar og Munkana. Sjá má gæta áhrifa frá hinni vinsælu kvikmynd Grease í söngleiknum en tónlistin er tekin héðan og hvaðan og heyra má íslenskar dægurflugur í nýju samhengi.

Nemendur í ML hafa setja upp stórar sýningar annað hvert ár og leggja mikið í þær. �?�?að er bæði út af peningum og auðvitað náminu sem þeir hafa ekki lagt í þetta á hverju ári,�? segir Jóhanna og hlær. �?�?að þýðir auðvitað ekkert annað en að standa sig vel í skólanum þótt það sé mikið að gera í félagslífinu.”

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst