Karlalið ÍBV er komið í úrslitakeppnina í Futsal. Strákarnir léku í C-riðli ásamt Leikni, Afríku og Sindra en aðeins tíu félög sáu sér fært að senda lið til keppni í Íslandsmótinu í Futsal. ÍBV vann riðilinn nokkuð sannfærandi en úrslitakeppnin verður haldin um næstu helgi í Laugardalshöllinni.