Staðfest er að fíkniefna var neytt en lögregla kveður ekki upp úrskurð um það hvort banamein konunnar hafi verið of stór skammtur fíkniefna þá um nóttina.
Karlmaðurinn sem var herbergisfélagi konunnar lét lögreglu vita þegar hann varð áskynja um ástand hennar og var tekin lögregluskýrsla af honum í tengslum við málið. Hann var þó ekki yfirheyrður með réttarstöðu grunaðs í málinu, enda ekki ástæða talin til þess að sögn lögreglunnar. Ekkert benti enda til þess að um átök eða ofbeldi hefði verið að ræða þá um nóttina og því málið ekki rannsakað sem sakamál. Lögreglan segir afskiptum sínum af málinu lokið og verður það ekki rannsakað frekar.
www.mbl.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst