�?að er mikið rætt um fleiri ferðir með Herjólfi og krafa Eyjamanna er að farnar verði sex ferðir í Landeyjahöfn alla daga allt sumarið. Núna fer Herjólfur sex ferðir á föstudögum og sunnudögum en aðra daga fimm. Ferðin sem Herjólfur fer föstudaga og sunnudaga klukkan 16.00 frá Vestmannaeyjum og til baka frá Landeyjahöfn klukkan 17.15 er ekki í boði aðra daga vikunnar. �?á liggur skipið við bryggju í Vestmannaeyjum engum til gagns.
Í blaðinu í síðustu viku var niðurstaða þingmanna Suðurkjördæmis sem rætt var við að krafa Eyjamanna um sex ferðir alla daga sé réttmæt en það kalli á auknar fjárveitingar hins opinbera.
Í þessi sambandi hefur verið bent á að þetta sé aðeins spurning olíukostnað, áhöfnin sé á kaupi og annar kostnaður breytist ekki. Ekki er hægt að fá aðgang að rekstrarreikningi Herjólfs hjá Eimskip sem sér um reksturinn.
Eyjafréttir hafa leitað ýmissa leiða til að fá út hvað raunverulega kostar að sigla í fram og til baka í Landeyjahöfn. Samkvæmt því sem fyrrverandi vélstjórar segja gæti olíukosnaðurinn verið nálægt 70.000 krónur í hverri ferð eða 350 þúsund á viku ef þessum fimm ferðum verður bætt við.
Samkvæmt upplýsingum vélstjóranna gæti hámarkseyðsla á hvora vél verið 600 lítrar á klukkustund. Standist það er hámarkseyðsla 1200 lítrar á klukkustund en þeir gera ekki ráð fyrir að þær séu ekki keyrðar á hámarksafli. �?að væri því hægt að áætla að það fari innan við 1000 lítrar í ferðina fram og til baka frá Eyjum til Landeyjahafnar. Verðlistaverð á skipagasolíu er um 85 krónur líterinn en Eimskip fær örugglega eitthvað allt annað og lægra verð. �?annig að niðurstaðan er að heildarolíukostnaður sé um 70.000 krónur í ferð.
Fólk í ferðaþjónustu segir sumarið í ár vera það stærsta í móttöku ferðamanna í Vestmannaeyjum frá upphafi. En það er hægt að taka á móti fleira fólki en þjóðvegurinn er lokaður hluta dags fimm sinnum í viku. �?að bitnar ekki bara á ferðaþjónustu, það skapar ómæld vandræði fyrir fólk í Eyjum því skipið er alltaf fullt.
Í dag er fullt fargjald báðar leiðir í Landeyjahöfn 2640 krónur sem flestir ferðamenn greiða. �?að þarf því ekki nema um 25 fullborgandi farþega til að greiða olíu þessa einu ferð.