Þrír menn á tvítugsaldri hafa viðurkennt að hafa kastað svokölluðum Molatov-kokteil í upplýsingaskilti í hlíðum Eldfells. Kokteillinn er í raun blanda bensíns og elds og hættulegur eftir því. Piltarnir höfðu sama kvöld keypt bensín á einni af bensínstöðum bæjarins og beindust böndin í framhaldi að þeim. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum sem má lesa hér að neðan.