Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum alþingismaður og bankastjóri í Vestmannaeyjum býður sig fram í 2. – 4. sæti í Suðvestur kjördæmi í alþingiskosningum þann 30. nóvember 2024. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vilhjálms. Hann telur rétt og eðlilegt að lífeyrisþegar eigi fulltrúa á Alþingi og það sé rétt og eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn leggi til þann fulltrúa.
Í yfirliti um lífsferil Vilhjálms segir:
Vilhjálmur hefur ágæta menntun í hagfræði og skyldum greinum og hefur kennt við viðskipta- og hagfræideild Háskóla Íslands, síðar viðskiptafræðideild. Vilhjálmur hefur áður átt sæti á Alþingi. Hann hlaut kjör í 4. sæti í prófkjöri árið 2016, en því sæti var úthlutað til annars í örlæti við röðun á framboðslista.
Vilhjálmur hefur ritað um 275 greinar um stjórnmál í Morgunblaðið frá 2015. Viðfangsefni hafa verið um flesta þætti á innlendum vettvangi og í utanríkismálum. Vilhjálmur vill sérstaklega benda á skrif um lífeyrismál og skattalega meðferð lífeyristekna.
Vilhjálmur vill sérstaklega nefna tvö þingmál, sem hafa verið samþykkt að frumkvæði VB. Það er niðurfelling á söluhagnaði af frístundahúsnæði og liðkun á meðferð á söluhagnaði á íbúðarhúsnæði.
Vilhjálmur hefur sérstaklega fjallað um skattalega meðferð fjáreignatekna og það hefur enginn frambjóðandi eða sitjandi þingmaður gert.
Vilhjálmur Bjarnson hefur á liðnum árum einbeitt sér að menningarmálum. Þar ber að nefna setu í safnaráði sem formaður, að endurvekja minningu um Jón Árnason þjóðsagnasafnara, með því að sækjast efir heimflutningi á handritum hans, það eru nokkrir dagar í það, og með því að rita inngangsorð að ítalskri þýðingu á þjóðsögum Jóns.
Vilhjálmur vill sérstaklega nefna frumkvæði sitt við upplausn þrotabúa bankanna, með stöðugleikaframlagi þrotabúana, sem gerði kleift að losa um gjaldeyrishöft eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst