Krakkar í GRV gróðursettu 450 plöntur

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk nú í haust 450 plöntur frá Yrkju sem er Sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Plöntunar voru gróðursettar af krökkunum í fyrsta, öðrum, þriðja, fjórða og fimmta bekk á miðvikudaginn.

Yrkja er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Stjórnendur GRV sóttu til sjóðsins og fengu gefins plöntur. Ákveðið var að framkvæma gróðursetninguna í tilefni dags íslenskrar náttúru, sem er 16. september ár hvert.

Fjórði og fimmti bekkur gróðursettu loðvíði og jorfavíði við Framhaldsskólann en  og fyrsti til annar. bekkur gróðursettu aspir bak við Íþróttamiðstöðina.

Krakkarnir voru mjög áhugasamir og gekk gróðursetningin vel.

Verkefnið var unnið í samstarfi fjölmenningarfulltrúa, stjórnenda GRV, garðyrkjufræðings Vestmannaeyjabæjar og Skipulags- og umhverfisfulltrúa. Auk þessa styrkti Vinnslustöð Vestmannaeyja verkefnið.

Tilgangur verkefnisins er að sýna börnunum okkar mikilvægi þess að gróðursetja tré á eyjunni okkar og líka að eyjan verði græn, gróin og falleg.

Vonast er til að þetta verkefni verði árlegt.

Af heimsíðu Vestmannaeyjabæjar, vestmannaeyjar.is þar sem má sjá fleiri myndir af gróðursetningunni.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.