Krakkar verða að hafa stað til að fara á og hittast
9. október, 2015
Í síðasta tölublaði Eyjafrétta var fjallað um málefni Rauðagerðis frístundahús eða Féló. Mikil niðurskurður hefur orðið á þessu starfsári og eru ekki allir sáttir við það. Sigmar Snær Sigurðsson vakti athygli á málinu þegar hann stóð fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla lokuninni. Eyjafréttir ákváðu að kanna viðhorf foreldra til breytinganna á Rauðagerði og höfðu samband við Berglindi Sigmarsdóttir móður Sigmars Snæs en aðrir foreldrar sem blaðamaður Eyjafrétta hafði samband við afþökkuðu viðtal.
�??Mér hefur fundist opnunin vera lítil og nú ennþá minni. Opnunin í félagsmiðstöðinni eru tveir og tveir tímar í einu suma og suma daga og yngstu unglingarnir fá bara tvo klukkutíma á viku. LOKAÐ um helgar. �?etta er að verða eins og hraðbanki, það tekur þessu varla,�?? sagði Berglind. �??�?g hefði viljað sjá Rauðagerði opið um helgar að einhverju leyti, svo þessir krakkar hafi einhvern stað að fara á, einhvern stað til að hittast, eiga samskipti önnur en í gegnum netið eða í sjoppum og kringum skemmtistaði. �?ví miður eins og þetta er að þróast með netvæðingunni eru margir orðnir fangar í síma og tölvuveröld, við öll erum að verða meiri áhorfendur að lífinu frekar en þáttakendur. �?að er gott að eiga félagslíf fyrir utan herbergið sitt. Unglingar þurfa einhverja aðra örvun, stað til þess að láta ljós sitt skína og eiga góð samskipti, tjá sig og skapa eitthvað,�?? sagði Berglind �??Annað mál eru fíkniefnin sem er stærra vandamál en við viljum oft vita af og það byrjar oft með fikti hjá unglingum sem eru að reyna að finna sér eitthvað að gera. �?etta er því miklu stærra mál en bara það að læra að spila á spil í einhverju öðru húsi, þetta er mikilvægt forvarnarstarf.�??
Allir verða að fá sín tækifæri
�??Annað sem við hér í Eyjum þurfum að spá í eru þessir krakkar sem finna sig ekki í íþróttum, við megum ekki gleyma þessum krökkum. �?að verða allir að fá tækifæri til þess að finna sig í einhverju. Við erum lítið og oft einangrað samfélag (yfir veturinn). Maður vill ekki að þessir krakkar bíði eftir því að komast héðan af eyjunni til þess að hafa eitthvað að gera. Við viljum að hér alist upp hamingjusamir unglingar með sterka sjálfsmynd. �?að hafa allir eitthvað fram að færa og unglingar hafa ótrúlega frjóa hugsun og ef þeim er gefin smá grundvöllur til þess að athafna sig verður margt skemmtilegt til, þau fá að láta reyna á sig og njóta sín. �?að er mjög mikilvægt. Félagsmiðstöðvar eins og Rauðagerði hafa verið að bjóða uppá mjög fjölbreytt starf, það er verið að fara í spennandi ferðir og ýmislegt gefandi sem er ómetanlegt fyrir þessa unglinga,�??sagði Berglind.
Viðtalið birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta þar sem lesa má viðtalið í heild.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst