Almennur félagsfundur í Kennarafélagi Vestmannaeyja samþykkir eftirfarandi ályktun til Launanefndar sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Vestmannaeyja:
Fundurinn krefst þess að Vestmannaeyjabær og Launanefnd sveitarfélaganna uppfylli ákvæði 16.1 í kjarasamningi KÍ og LN og leiðrétti laun grunnskólakennara tafarlaust:
Í 16.1 segir m.a.
Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða og ákveða þær ráðstafanir sem þeir verða sammála um.
�?að leikur enginn vafi á að ærið tilefni er til að endurskoða laun grunnskólakennara þar sem verðbólga hefur farið fram úr svartsýnustu spám. Með hliðsjón af leiðréttingu launa félagsmanna ASÍ, leikskólakennara, þroskaþjálfa, bankamanna og æðstu ráðamanna þjóðarinnar er eðlilegt að laun félagsmanna í FG verði leiðrétt í samræmi við það.
Vestmannaeyjum 6. febrúar 2007.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst