Félagsfundur Sjómannafélagsins Jötuns mótmælir harðlega niðurfellingu sjómannaafsláttarins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skerða sjómannaafsláttinn í áföngum og að lokum leggja hann alveg af. Hlutur sjómanna í endurreisn íslensks efnahagslífs er mjög mikill. Sjómenn fara á mis við ýmsa opinbera þjónustu og njóta menningar síður en aðrir landsmenn. Það er skýlaus krafa félagsfundar Sjómannafélagsins Jötuns að sjómenn fái bættan þann skaða sem afnám sjómannaafsláttarins er.