Kristín Jóhannsdóttir stýrir Eldheimum
20. febrúar, 2014
Kristín Jóhannsdóttir, hefur verið ráðin safnstjóri Eldheima. Alls voru umsækjendur um stöðuna 15 talsins. Kristín Jóhannsdóttir, hefur verið ferða-og menningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar í 7 ár. Kristín hefur góðan grunn fyrir starfið eftir að hafa starfað að ferða- og menningarmálum í Eyjum. �?á bjó hún í nær 20 ár í �?ýskalandi þar sem hún starfaði m.a. fyrir Ríkisútvarpið og Icelandair. �?á var Kristín frumkvöðull að svokallaðri Safnanótt sem núorðið er haldin víða um land og hún hefur verið mikill áhugamaður um Pompei norðursins. Kristín er Eyjakona í húð og hár, dóttir Jóa heitins Friðfinns á Hólnum og Svönu Sigurjónsdóttur. Kristínar bíða spennandi og krefjandi verkefni en fyrirhugað að Eldheimar verði opnaðir á vordögum.
Umsækjendur um stöðu safnstjóra Eldheima voru þessir:

Aníta �?ðinsdóttir

Baldvina Sverrisdóttir

Bryndís Gísladóttir

Elísa Elíasdóttir

Gísli Sveinn Loftsson

Guðjón �?rn Sigtryggsson

Guðni Friðrik Gunnarsson

Ingibjörg Perla Kristinsdóttir

Kári Jóhannsson

Kristinn J. Nielsson

Kristín Jóhannsdóttir

Simon Reher

Sóley Dögg Guðbjörnsdóttir

Telma Magnúsdóttir

Thelma Hrund Kristjánsdóttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst