Karlalið ÍBV í knattspyrnu leikur í dag æfingaleik gegn HK. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Helgafellsvelli en vegna kuldakastsins síðustu daga, er völlurinn ekki tilbúinn eins og stefndi í. Leikurinn fer því fram á malarvellinum og verður væntanlega kveðjuleikurinn á þeim merka knattspyrnuvelli enda heyrir það til undantekninga að lið æfi og spili á möl nú á tímum gervigrass.