Í dag fer kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá fram um allt land en hlaupið hefst núna klukkan eitt. Kvennahlaupinu hefur hins vegar verið frestað í Vestmannaeyjum vegna veðurs en klukkan tólf var austsuðaustan 23 metrar á sekúndu og rigning. Kvennahlaupið mun fara fram í Vestmannaeyjum á morgun og hefst á sama tíma eða klukkan 13.00 við íþróttamiðstöðina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst