Verslunarmannafélag Reykjavíkur ætlar að nýta sér tæknina og nota vefinn til þess að koma til móts við þá sem ekki hafa tök á að mæta á kynningarfund um nýgerða kjarasamninga á Hilton hóteli í kvöld kl. 19.30. VR félagar á landsbyggðinni geta fylgst með fundinum á vefnum á www.vr.is og hefst útsendingin kl. 19.30. Þetta er ein leiðin til þess að auka þjónustu við félagsmenn og kemur félagsmönnum VR í Eyjum vel.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst