Samkvæmt nýjustu dýptarmælingum í Landeyjahöfn er dýpið með því besta sem verið hefur á þessum árstíma og í raun miklu meira en hönnunardýpi hennar er því það er ekki nema 4,5 metrar. Illu heilli er núverandi skip ekki heppilegt til siglinga í Landeyjahöfn meðal annars vegna djúpristu og því nauðugur sá kostur að sigla í �?orlákshöfn.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri vekur athygli á þessu og segir að því þurfi að ráðast í dýpkun til að núverandi Herjólfur geti nýtt höfnina án dýpsvandamála. Belgíska dýpkunarfyrirtækið JDN sem hér hefur verið með góðum árangri ætti að geta hreinsað höfnina á 1 til 2 dögum ef aðstæður eru góðar en þeir verða ekki til taks fyrr en í lok janúar og því er verið að skoða að fá Björgun til liðsinnis ef aðstæður skapast. �?eirra tækjabúnaður er þó ekki með sömu afköst og þeir gætu því þurft 4 til 5 daga til að ná nauðsynlegri hreinsun.
�??Rekstraraðili Herjólfs og áhöfn eru þó öll að vilja gerð til að nýta Landeyjahöfn og vel vakandi fyrir þeim möguleika þegar færi gefst. �?annig hefur reynslan sýnt okkur að stundum skapast þær aðstæður að þótt dýpi sé full lítið fyrir Herjólf á fjöru þá er eftir atvikum hægt að sigla eftir fljóðatöflu og það verður væntanlega skoðað þegar ölduhæð er innan viðmiða. Slíkar ákvarðanir eru þó ætíð teknar með öryggissjónarmið að leiðarljósi.
�?g hvet að lokum Eyjamenn til að virða þann vanda sem skipstjórnendur og rekstraraðili eru að glíma við þegar kemur að siglingum í Landeyjahöfn. �?ótt lang flest viljum við sigla sem mest í Landeyjahöfn þá er skipið einfaldlega ekki heppilegt til siglinga þangað og þegar við bætast þeir miklu vankantar sem eru á höfninni sjálfri og aðstæður fyrir framan hana þá er í raun ótrúlegt þrekvirki hversu mikið hefur verið hægt að sigla í Landeyahöfn frá því að hún var opnuð,�?? segir Elliði.