Ekki er gert ráð fyrir því að hægt verði að opna Landeyjahöfn að nýju um helgina. Dýpkun hafnarinnar hófst aftur í gær eftir að gert hafði verið við dýpkunarskipið Perlu. Ölduhæð er rétt yfir einum metra í Landeyjahöfn nú sem er það mesta sem dýpkunarskipið getur athafnað sig við. Búast má við að ekki verði hægt að halda dýpkun áfram á morgun vegna vaxandi ölduhæðar.