Frá því að Landeyjahöfn opnaði sumarið 2010 hafa frátafir á siglingum um höfnina, meðal annars vegna uppsöfnunar sands í hafnarmynninu, verið langt um fram það sem ásættanlegt getur talist. Enn sér ekki fyrir endann á vandræðunum. Fyrirtæki í Vestmannaeyjum og almennir íbúar hafa ekki einungis orðið fyrir miklum óþægindum heldur einnig gríðarlegum fjárhagslegum skaða vegna þessa. Beint fjárhagslegt tjón er án efa einhverjir hundruðir milljóna og ef til vill milljarðar. Það er þungt högg fyrir lítið samfélag.