Talsvert tjón varð á landgöngubrú Herjólfs þegar flutningabíl var ekið á hana þegar verið var að lesta í fyrstu ferð í morgun, að því er fram kemur í frétt á mbl.is sem greindi fyrst frá.
Þar er haft eftir Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra Herjólfs, sem telur tjónið verulegt og líklegt að landgangurinn sé ónýtur.
„Við þurfum einhvern veginn að leysa þetta í dag og nota bíladekkið til að koma fólkinu heim“ segir Hörður en fjöldi þjóðhátíðargesta eiga pantað með ferjunni í dag.
Verið er að leggja mat á hvort hægt sé að gera við skemmdirnar eða hvort nýjan landgang þurfi til. Ekki hafi verið um neinar tafir í morgun og gengið hefur vel að flytja fólk á milli lands og eyja.
Ljósmynd: Siggi Vídó.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst